Algengar spurningar

Kollagen rauðljósa meðferð.

Hvaða árangri get ég búist við að ná Kollagen Anti-aging ljósmeðferð?

Árangur er tengdur tíðni og reglufastri lýsingu. 10 skipti gefa lífskraft og vernd. Ásýnd húðarinnar batnar. 20 skipti endurnýja og móta. Ásýnd húðarinnar verður ferskari og rakastig húðarinnar hækkar stöðugt. 30 skipti styrkir og strekkir. Húðin endurheimtir styrk og teygjanleika.

Hversu oft og hve lengi á ég að fara í lýsingu?

Með lýsingartíma uppá 15-20 mín, tvisvar til þrisvar í viku næst bestur árangur. Það er hægt að fara í 10 (ca. 3-4 vikur), 20 (ca. 6-8 vikur) eða 30 (ca. 10-12 vikur) lýsingar í einni meðferð, en það fer alveg eftir óskum hvers og eins sem og viðbrögðum húðarinnar við lýsingunni. Við mælum með að fólk fari eftir meðferðina einu sinni til tvisvar í viku, eða eftir óskum hvers og eins, í lýsingu.

Hvenær sé ég árangur?

Húð hver og eins bregst öðruvísi við lýsingunni og er árangur háður aldri, gerð húðarinnar og lífstíl hvers og eins. Oftast er hægt að sjá bætingu á húðinni eftir jafnvel 4 skipti. Bestum árangri er náð með 10 – 30 lýsingum. Illa skemmd húð þarf lengri tíma til endurnýjunar.

Hvernig þarf ég að undirbúa húðina fyrir meðferð?

Hreinsa á húðina alla, með áherslu á andlit og hálsmál. Til þess er hægt að nota milda hreinsimjólk. Þannig er gengið úr skugga um að ljósið hafi greiða leið inn í húðina í stað þess að það endurkastist af fitu og óhreinindum.

Virkar ljósmeðferðin hjá öllum?

Meðferðin er ekki háð húðlit né gerð húðar.

Skaðar ljósið augun?

Það þarf að framkvæma meðferðina á réttan hátt. Þó að það sé ekki hægt að sýna fram beinan augnskaða er mælt með notkun hlífðargleraugna á meðan lýsingu stendur.

 

Er hægt að fara í aðrar húðmeðferðir samtímis þessari ljósameðferð?

Já, þér verður hugsanlega boðið að sameina nokkrar meðferðir. Það er hægt að styrkja áhrif ljósmeðferðarinnar með notkun á sérstökum vörum, svo sem RED LIGHT-ST Micro mist EVO pre therapy spray, Ultra Concentrated EVO Post Therapy Lotionog Ultra Concentrated EVO Post Therapy Serum.

Veldur meðferðin sársauka?

Nei, meðferðin er algjörlega sársaukalaus. Ljósið fer ekki djúpt inn í húðina og hefur ekki flagnandi áhrif. Flestum þátttakendum finnst meðferðin þægileg.

Er ljósið sem notast er við í meðferðinni sambærilegt LED, IPL og LASER ljósum?

Nei, alls ekki. Þó að ljós sé ávallt orkulind, eru þessar gerðir ljósa mjög mismunandi. Bylgjulengd, orka og heildarnotkun skipta miklu máli til að ná ásettum árangri. Og náttúruleg brotdýpt ljóssins inn í vefina.

Er hægt að nota ljósmeðferðina við lækningu sjúkdóma?

Ljósmeðferðin hefur jákvæð áhrif á lækningu við bólusjúkdómum og öðrum húðsjúkdómum, sársaukafullum liðamótum og slæmri andlegri líðan. Við takmörkum okkur hins vegar við fegrunarþátt lýsingarinnar.

Verð ég brún/n við notkun ljóssins?

Nei, ljósið sem er notað er laust við útfjólublá geislun.

Eru aukaverkanir eða gagnkvæm áhrif þekkt vandamál?

Það eru engar aukaverkanir þekktar.

Í eftirfarandi tilfellum væri hins vegar æskilegt að leita ráða hjá lækni.

Þungun

Krabbamein

Viðkvæmni fyrir ljósi

Inntaka ljóseiturhrífandi lyfja

Hjartasjúkdómar

Get ég gert eitthvað rangt í lýsingunni?

Almennt ekki. Það á að standa við meðmæltum lýsingartíma til að ná ásettum árangri. Miklu máli skiptir að lýsingar séu með reglulegu millibili.

Búið til af Dr. Med Fiorenzo Angehrn og Art of sun Kosmetik GmbH