Bekkirnir okkar

Við bjóðum upp á 2 tegundir af ljósabekkjum, við köllum þá í daglegur tali venjulegan og sterkan

,,Venjulegu“ bekkirnir okkar eru MegaSun 6800 alpha Deluxe.

MegaSun Deluxe er nýjasta kynslóð ljósabekkja sem býður upp á allt til að gera sólabaðið þitt sem þægilegast og veita sem bestan árangur.

Bekkirnir innihalda 4 tegundir af perum

  • Hefðbundnar ljósaperur – Veita þér fallega og náttúrulega brúnku
  • Andlitsperur – andlitsperur sem hægt er að stilla eftir styrk og veita þér fallega sólbrúnku á andlits og bringusvæði
  • „ExtraTubes“ – Perur sem fullkomna brúnkuna ásamt því að vera sérstaklega hannaðar til að gefa D-vítamín boozt!
  • Red light perur – Rauða ljósin gefa þér auka skammt af kollageni sem hjálpar til við endurnýjun og hreinsun húðarinnar!

Einnig hafa bekkirnir ýmis önnur þægindi svo sem bluetooth sem þú getur tengt símann þinn við og spilað þína uppáhalds tónlist, bekkirnir gefa frá sér suðræna lykt sem og hafa vatnssprey sem úðast yfir þig með jöfnu millibili.

Sterku Bekkirnir Eru Luxura X10

Luxura X10 eru með sterkari perum heldur en MegaSun bekkirnir og eru því kallaðir sterkir, þeir eru meira hugsaðir fyrir þá sem eru vanir sólböðum og þola sterkari sólargeisla.

Luxura bekkirnir eru með vatnspreyji, tengi fyrir tónlistarspilara ásamt fleiru.